Nú styttist í elsta basar landsins, en basar KFUK verður haldin laugardaginn 28. nóvember í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Basarinn stendur 14:00-17:00 og rennur allur ágóði af honum til starfs KFUM og KFUK.
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að gefa vörur á basarinn (handunnir munir, tertur, kökur, smákökur, sultur o.fl.) er hægt að koma öllu til skila á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi 28.