Næstkomandi fimmtudagskvöld verður AD KFUM fundur á Holtavegi 28. Yfirskrift fundarins er „Hvers vegna erum við svona nægjusöm fyrir aðra?“ og mun Bjarni Karlsson prestur greina frá doktorsrannsókn sinni á sviði velferðarsiðfræði.

Þórarinn Björnsson sér um stjórnun fundarins og hugleiðing er í höndum sr. Bjarna Karlssonar.

Allir karlar hjartanlega velkomnir.