Þriðjudaginn 17. nóvember verður AD KFUK fundur á Holtavegi 28 með yfirskriftinni „Öll þessi handrit.“
Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður sr. Hreinn Hákonarson með biblíulestur. „Ver kostgæfin við að lesa upp úr Ritningunni, uppörva og kenna þangað til ég kem.“ 1. Tím. 4:13.
Stjórnun fundar er í höndum Ragnheiðar Sverrisdóttur og sér Sigríður Magnúsdóttir um tónlistina.
Allar konur hjartanlega velkomnar.