Föstudaginn 20. nóvember verður haldið miðnæturíþróttamót unglingadeilda KFUM og KFUK (8.-10. bekkur) í Vatnaskógi. Hver deild leggur af stað með rútu frá sinni kirkju klukkan 17:30. Mótið mun standa yfir til klukkan 12:00 á laugardeginum 21. nóvember en þá munu rúturnar halda af stað til baka og áætluð heimkoma er kl. 13:00.

Á dagskrá verða ýmsar íþróttir, hefðbundnar og óhefðbundnar, orrusta, myrkrabolti, pottapartý, diskóbandý, fáránleikar, kvöldvaka, partýblak og margt fleira.

Þátttökugjald á mótið er 6.900 krónur. Nánari upplýsingar fást hjá Arnari æskulýðsfulltrúa, arnar@kfum.is.