Fimmtudaginn 12. nóvember verður sameiginlegur AD KFUM og KFUK fundur en þá verður farið í heimsókn á Bessastaði.

Athugið að mæting er kl. 20:00 á Bessastaði.

Friðbjörn Möller umsjónarmaður mun sýna Bessastaðastofuna og kirkjuna. Dr. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Sögufélagsins, verður einnig með hópnum til leiðsagnar. Að lokum verður helgistund í kirkjunni undir stjórn sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar.