Næstkomandi fimmtudagskvöld verður Herrakvöld KFUM haldið á Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00. Boðið verður upp á þríréttaðan kvöldverð ásamt dagskrá og rennur allur ágóði kvöldsins til stuðnings nýjum svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi.

Athugið að matseðillinn hefur verið uppfærður:

Forréttur: Reyktur lax með rauðrófupestó og piparrótarsósu
Aðalréttur: Kryddjurtalambalæri með kartöflugratíni, ofnsteiktu grænmeti og sveppasósu
Eftirréttur: Hvít súkkulaðiostakaka með berja compote

Kvöldið hefst á upphafsorðum Sigvalda Björgvinssonar, fyrrum foringja Vatnaskógar, auk þess sem að Þráin Bertelsson kemur og deilir með okkur minningum sínum úr Vatnaskógi. Auður Sif Jónsdóttir söngkona flytur söngatriði og sr. Páll Ágúst Ólafsson flytur hugvekju. Veislustjórn er í höndum sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar.

Kvöldið kostar 5.500 kr. og fer skráning fram á hérna, í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi í síma 588 8899, eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.