GLS leiðtogaráðstefnan verður haldin 6.-7. nóvember 2015 í Háskólabíói við Hagatorg. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Mikilsvirtir fyrirlesarar með reynslu úr kirkjustarfi, stjórnun og viðskiptum miðla af visku og reynslu. KFUM og KFUK mælir með ráðstefnunni, tekur þátt í henni og hvetur forystufólk í stjórnum og nefndum félagsins til þátttöku.