Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 18:00-20:00 fer fram hæfileikasýningin KFUM og KFUK got talent að Holtavegi 28 í Reykjavík. Öllum krökkum á aldrinum 9-12 ára úr starfi KFUM og KFUK gefst kostur á að taka þátt. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að koma og horfa á. Ekki missa af frábærri skemmtun.

Nánari upplýsingar veitir Heiðbjört æskulýðsfulltrúi, heidbjort@kfum.is.