Haldin verður AD KFUK fundur þriðjudaginn 27. október kl. 20:00 í húsi félagsins á Holtavegi 28.
Yfirskrift fundarins er „Sagan þeirra, sagan mín“ eftir samnefndri bók Helgu Guðrúnar Johnson sem kom út í fyrrahaust. Helga Guðrún ætlar að segja frá bókinni, sem fjallar um þrjár kynslóðir sjálfstæðra kvenna. Einnig ætlar hún að segja frá undirbúningi skrifanna, tilurð bókarinnar og efnistöku svo eitthvað sé nefnt. Að því loknum mun hún svara fyrirspurnum.
Við hvetjum KFUK konur til að kynna sér bókina og jafnvel koma með hana á fundinn.
Með stjórn fundarins fer Margrét Kristín Möller og hugleiðingu flytur Þórdís Klara Ágústsdóttir. Að loknum fundi verður boðið upp á kaffi og glæsilegar veitingar „að hætti saumaklúbbsins.“
Hlökkum til að hitta ykkur – endilega takið með ykkur gesti.