KFUM og KFUK leita að fjármálastjóra í 100% starf fyrir samtökin.

Starfið felur í sér:

 • Yfirumsjón með reikningshaldi
 • Gerð fjárhagsáætlana
 • Yfirsýn yfir tekjur félagsins
 • Vera stjórnum starfseininga til ráðgjafar um rekstur og fjármál
 • Launavinnslur og samskipti við launþega

Félagið býður upp á:

 • Fjölbreytt og áhugavert starfsumhverfi þar sem þú getur haft mikil áhrif á daglega starfsemi
 • Lifandi starf hjá metnaðarfullum æskulýðssamtökum
 • Sveigjanlegan vinnutíma
 • Þátttöku í fjölbreyttri liðsheild sem þjónar öflugum hópi sjálfboðaliða

Við leitum að einstaklingi sem:

 • Hefur háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, rekstrarfræði, hagfræði eða verkfræði
 • Hefur reynslu af rekstri og fjármálastjórnun
 • Hefur þekkingu á fjármagnskostnaði og fjármögnunarleiðum
 • Getur ástundað frumkvæði í starfi, vönduð og öguð vinnubrögð

Umsóknir berist Tómasi Torfasyni framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, á tomas@kfum.is. Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 27. október 2015.

905892_10153615575890138_2121242096664025327_o