Fimmtudaginn 22. október verður haldin sameiginlegur fundur AD KFUM og AD KFUK. Yfirskrift fundarins er “Á slóðum Sr. Friðriks í Danmörku” en efni fundarins er í höndum Þórarins Björnssonar. Fundurinn markar upphaf ferðar Karlakórs KFUM og félagsfólks KFUM og KFUK til Danmerkur 13.-16. maí 2016.

Fundurinn hefst kl. 20:00 í húsi KFUM og KFUK, við Holtaveg 28, og stjórnar Gunnar Finnbogason fundinum. Ragnar Baldursson fer með upphafsorð og bæn og Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugleiðingu.

Allir karlar og konur eru hjartanlega velkomin.