Laugardaginn 24. október höldum við Holtavegsdag KFUM og KFUK. Við ætlum að taka til, mála og þrífa í félagshúsinu okkar. Fjölmörg verkefni eru í boði fyrir allan aldur og ólíka hæfileika.
Í apríl héldum við velheppnaðan Holtavegsdag og komum mörgu í verk. Nú ætlum við að endurtaka leikinn enda húsið stórt og ótal hlutir sem þarf að huga að.
Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir. Við byrjum daginn kl. 10:00. Þátttakendum er boðið í grill kl. 13:00.
Holtavegsdagurinn á Facebook
https://www.facebook.com/events/905342429548105/