Þriðjudagskvöldið 13. október verður AD KFUK fundur á Holtavegi 28 og er yfirskrift fundarins “Með þakklæti til Guðs fyrir sumarið og von í hjarta fyrir veturinn.”

Efni er í höndum Grímu Katrínar Ólafsdóttur, Höllu Jónsdóttur og Guðrúnar Hrannar Jónsdóttur. Með stjórn fundarins fer Kristín Sverrisdóttir og umsjón tónlistar er í höndum Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. Fundurinn hefst klukkan 20:00.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar.