Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi býður leiðtogum á aldrinum 18 til 30 ára upp á frábært tækifæri til að vera hluti af sögulegum viðburði í París, tengdum loftslagsbreytingum.

sdfsdf
Nafn viðburðar: COP21
Skipuleggjandi: Umhverfissvið Sameinuðu Þjóðanna (UNEP)
Dagsetning: 30. nóvember – 5. desember 2015
Staðsetning: París, Frakkland
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: Umsýslugjald 10.000 kr., þátttökugjald 14.500, samtals: 24.500. Athugið að ef ferðakostnaður verður umfram 53.000 krónur (sem er styrkurinn sem við höfum til ferðalagsins) þá leggs sá auka kostnaður á þátttakanda).
Aldurstakmörk: 18-30 ára
Umsóknarfrestur: Mánudagur 19. október

sdfsdf
Stórmerkilegur viðburður verður í París dagana 30. nóvember til 12. desember, þegar heimsleiðtogar koma saman til að ræða loftslagsbreytingar, með það að markmiði að halda hlýnun heimsins undir 2°C. Þessi viðburður gengur undir nafninu COP21 og ef þú ert 18-30 ára leiðtogi innan KFUM og KFUK á Íslandi þá gefst þér hér með tækifæri til að taka þátt í fyrri viku viðburðarins.
KFUM og KFUK á Íslandi var meðal 20 landa sem tóku þátt í styrktarumsókn með YMCA (KFUM) í Frakklandi til Erasmus+ verkefnis Evrópusambandsins, til að fá sem flest ungt fólk á viðburðinn og á sama tíma halda fána YMCA (KFUM) hátt á lofti, en meðal helstu forgangsverkefna Heimssambands YMCA (KFUM) í stefnu þeirra fyrir árin 2014-2018 eru loftslagsbreytingar.
Nú er svo komið að YMCA (KFUM) mun eiga yfir 100 fulltrúa á viðburðinum frá öllum heimshornum, og þar af á Ísland þrjú sæti. Gert er ráð fyrir að um 50.000 manns muni verða saman komin í París til að taka þátt í COP21.

sdf
Allar nánari upplýsingar um viðburðinn og þátttöku YMCA (KFUM) í honum má finna hér: http://campclimate.ymca.int

sdfsdf
Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.
-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

sdfsdf
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Tinnu Rós með tölvupósti á tinnarosst(hjá)gmail.com

[form utlond]