Æfingar eru hafnar hjá Karlakór KFUM. En þær eru haldnar á mánudagskvöldum kl. 19:30 í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28. Meðal verkefna kórsins á þessu hausti má nefna jólatónleika 15. desember, KFUM og KFUK guðsþjónustu í Grensáskirkju 25. október og aðventufund KFUM og KFUK 8. desember. Þá eru fyrirhugaðar æfingabúðir í lok október.