Dagana 16.-17. október verður námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi haldið í Vindáshlíð í Kjós. Á námskeiðinu er boðið upp á grunnfræðslu fyrir 15-17 ára ungleiðtoga (fædd 1998, 1999 og 2000). Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar á sumrin og í vetrarstarfi félagsins.

24 stundir er leiðtoganámskeið á vegum KFUM og KFUK á Íslandi fyrir 15-17 ára, þ.e. 10.b. og 1. og 2. bekkur framhaldsskóla. Námskeiðið er frítt fyrir sjálfboðaliða úr vetrarstarfi félagsins og sumarbúðirnar geta jafnframt boðið sjálfboðaliðum úr sumarstarfi þátttöku. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 12. okt. og hægt er að skrá sig með því að smella hér http://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=953.

Námskeiðið á Facebook

https://www.facebook.com/events/1511182262538489/