Fyrsti AD KFUK fundur vetrarins fer fram í Vindáshlíð þriðjudaginn 6. október. Rúta fer kl. 18 frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 og er áætluð heimkoma um kl. 23.

Við komuna í Vindáshlíð verður boðið upp á matarmikla súpu. Að kvöldverð loknum hefst kvöldvaka með léttu sniði.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, deildarstjóri í Norðlingaskóla og fyrrum forstöðukona í Hlíðinni, deilir minningabrotum úr Hlíðinni.
Matur, dagskrá og rútuferðir kosta kr. 5.500.

Vinsamlegast skráið þátttöku í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða hérna á vefsíðunni í síðasta lagi mánudaginn 5. október.

Allar konur hjartanlega velkomnar.

ADKFUK2015