Fyrsti AD KFUM fundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 24. september nk. í Vatnaskógi. Brottför er frá Holtavegi 28 í Reykjavík kl. 18:00 og heimkoma verður seinna sama kvöld.

Dagskrá kvöldsins samanstendur af kvöldverði í Matskálanum, skoðunarferð um nýbygginguna (Birkiskála II) og lýkur svo með stund í Gamla skála.

Skráning í ferðina fer fram hér eða með því að hafa samband við þjónustumiðstöðina í s. 588-8899 eða með því að senda tölvupóst á skrifstofa(hjá)kfum.is. Verðið er kr. 4.000,- og innifalið í því er rúta, matur og dagskrá.

Allir karlar 18 ára og eldri eru hjartanlega velkomnir!