Langar þig að starfa sem sjálfboðaliði á Sæludögum?

skrifaði|2015-07-17T14:25:00+00:0017. júlí 2015|

Undirbúnings- og skipulagsnefnd Sæludaga í Vatnaskógi 2015 óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa á hátíðinni, í hinum ýmsu verkefnum.

Leitað er eftir hressu fólki 15 ára og eldri.

Skráning og aðrar upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið saeludagar@kfum.is.