Sr. Friðrikshlaupið var haldið í annað sinn í gærkveldi, mánudaginn 25. maí, á afmælisdegi stofnanda félagsins, sr. Friðriks Friðrikssonar. Mikil gleði einkenndi hlaupið og alla umgjörð þess. Það má svo sannarlega segja að þátttaka og skipulag á hlaupinu hafi farið fram úr björtustu vonum. Um 150 manns voru samankomnir á Holtavegi 28, þar sem rás- og endamark hlaupsins var. Þar af voru 104 skráðir hlauparar og um 30 sjálfboðaliðar.
Við viljum koma þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg. Þetta hlaup hefði ekki verið möguleiki án ykkar aðstoðar og gjafmildar. Við viljum þakka sjálfboðaliðum sem komu að brautarvörslu, skráningu, tæknimálum og uppsetningu á hlaupinu. Við viljum þakka tíma-, mælingar- og skýrslugerðarmönnum. Einnig viljum við þakka þeim ljósmyndurum sem tóku myndir á viðburðinum. Við viljum þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu hlaupið, þau eru: Brooks, Búngaló, TIGI á Íslandi, Ginger, Bláa lónið, Kaffitár, Ólöf Sunna á hárgreiðslustofunni Sjoppunni, SnowMobile, Myllan, Tertugallerý, Skógarmenn – Vatnaskógur, Kol restaurant, Hamborgarabúllan, Prentagram, Vindáshlíð sumarbúðir, Hress líkamsrækt, Sporthúsið, Aðalskoðun, Boot Camp, ZO-ON, Lýsi ehf., World Class, Mjólkursamsalan, Bananar ehf. og KFUM og KFUK á Íslandi.
Hlaupið verður á næstu dögum afreksskráð þar sem það er löggild leið en þangað til er hægt er að skoða hlaupatímana eftir flögunum hér.
 
Myndir er hægt að nálgast inn á myndasíðu félagsins hér . Einnig er hægt að skoða glæsilegar myndir frá ljósmyndaranum honum Haraldi Guðjónssyni hér.
Takk aftur fyrir frábært kvöld og sjáumst aftur að ári í Sr. Friðrikshlaupinu 2016