Sr. Friðrikshlaupið 2015 verður haldið mánudaginn 25. maí kl. 19:00, á fæðingardegi Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hlaupið er haldið. Boðið er upp á 5 km hlaup í Laugardalnum en hlaupið byrjar og endar við höfuðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi við Holtavegi 28, Reykjavík. Hlaupið í ár hefur verið mælt í samræmi við staðla FRÍ og verður því afreksskráð.

Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir börn. Heimilt er að kaupa fleiri en einn þátttökuseðil til styrkar æskulýðsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi og aukast þar með líkurnar á útdráttarverðlaunum í lok hlaupsins.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og fyrstu þrjár konur í hlaupinu, óháð aldursflokki. Verðlaunaafhending fer fram eftir að allir keppendur hafa skilað sér í mark. Einnig verða glæsileg útdráttarverðlaun veitt að lokinni verðlaunaafhendingu.

Skráning fer fram á Holtavegi 28 og hefst 18:00 á mánudaginn. Notast verður við tímaflögur þetta árið sem afhendast við skráningu og skal skila til brautarvarða í lok hlaupsins.

5 km hlaupaleið Sr. Friðrikshlaupsins um Laugardalinn í Reykjavík

5 km hlaupaleið Sr. Friðrikshlaupsins um Laugardalinn í Reykjavík