Viltu vinna í kristilegu æskulýðsstarfi?

KFUM og KFUK leitar að fólki til starfa á æskulýðssviði félagsins.


Verkefnastjóri í þjónustumiðstöð – 100% starf

Í starfinu fellst m.a.
• Viðburða- og verkefnastjórn í æskulýðsstarfi.
• Skiplag vetrarstarfs KFUM og KFUK meðal barna og unglinga.
• Framþróun æskulýðsstarfs KFUM og KFUK.
• Umsjón með fræðslustarfi og gerð fræðsluefnis.
• Samskipti við sjálfboðaliða.
• Teymisvinna með svæðisfulltrúum.
• Kynningarstarf.
Vinnutími er sveigjanlegur en að stórum hluta milli klukkan 9 og 17.

Svæðisfulltrúi í Reykjavík – 50% starf

Í starfinu fellst m.a.
• Umsjón með æskulýðsdeildum í Reykjavík.
• Samskipti, samstarf og stuðningur við sjálfboðaliða sem fara fyrir deildunum.
• Þátttaka í æskulýðsfundum, viðburðum og verkefnum á vettvangi starfsins.
• Framþróun starfsins í Reykjavík.
• Vinna með öðrum svæðisfulltrúum og verkefnisstjóra.
• Samskipti og samstarf við presta og annað starfsfólk sókna Þjóðkirkjunnar sem vinnur með á svæðinu.
Vinnutími er sveigjanlegur en þarf að taka mið af starfi deildanna og viðburðum æskulýðsstarfsins.

Svæðisfulltrúi á Suðurnesjum – 50% starf

Í starfinu fellst m.a.
• Umsjón með æskulýðsdeildum á Suðurnesjum, t.d. í Grindavík, Njarðvík, Reykjanesbæ.
• Samskipti, samstarf og stuðningur við sjálfboðaliða sem fara fyrir deildunum.
• Þátttaka í æskulýðsfundum, viðburðum og verkefnum á vettvangi starfsins.
• Framþróun starfsins á Suðurnesjum.
• Vinna með öðrum svæðisfulltrúum og verkefnisstjóra.
• Samskipti og samstarf við presta og annað starfsfólk sókna Þjóðkirkjunnar sem unnið er með á svæðinu.
Vinnutími er sveigjanlegur og þarf að taka mið af starfi deildanna og viðburðum æskulýðsstarfsins.

Við leitum að drífandi einstaklingum með brennandi áhuga og reynslu af kristilegu æskulýðsstarfi.
Viðkomandi þarf að hafa metnað fyrir starfinu, vera hugmyndaríkur og geta starfað sjálfstætt. Farið er fram á þekkingu, reynslu og vilja til að miðla kristilegum boðskap sem byggist á áherslum KFUM og KFUK á Íslandi. Miklsverðir eiginleikar eru jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. Bæði verkefnastjórinn og svæðisfulltrúarnir tilheyra öflugri liðsheild þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi.

Umsóknum skal skila til Tómasar Torfasonar framkvæmdastjóra KFUM og KFUK á netfangið tomas@kfum.is, fyrir 17. maí 2015.