Vortónleikar Karlakórs KFUM 30. apríl

skrifaði|2015-04-28T14:12:17+00:0028. apríl 2015|

Næstkomandi fimmtudag, 30. apríl, mun Karlakór KFUM halda tónleika með yfirskriftina Birtir af degi. Tónleikarnir verða í húsi KFUM og KFUK á Íslandi að Holtavegi 28 og hefjast kl. 20:00. Miðinn kostar 2.000 kr. og verður til sölu hjá kórfélögum og við innganginn.

Allir eru hjartanlega velkomnir!