Í gær sumardaginn fyrsta héldu Skógarmenn kaffisölu og tónleika um kvöldið. Gekk dagurinn eins og sögu, fjölmargir lögðu leið sína á Holtaveginn sumir jafnvel þrisvar sinnum, komu með veitingar, keyptu veitingar og nutu tónleikanna um kvöldið. Kærar þakkir fyrir komuna, glæsilegar veitingar og aðstoð og aðkomu að deginum. Heildarinnkoma var yfir níuhunduð þúsund sem mun nýtast vel í vinnu við framkvæmdir í Birkiskála II. KÆRAR ÞAKKIR.