Hið íslenska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli sínu í ár. Félagið er elsta félagið á Íslandi og var stofnað 10. júlí 1815. Á afmælisárinu er boðið upp á fjölda viðburða, t.d. málstofur, sýningar, tónleikar og fleira. Meðal annars voru valdir 12 hátíðartextar í tilefni afmælisársins. Biblíufélagið fékk til liðs við sig börn frá leikskóla KFUM og KFUK, Vinagarði, til þess að teikna myndir við hátíðartexta afmælisársins.
Biblíufélagið þakkar þessum frábæru börnum fyrir að myndskreyta hátíðartexta Biblíufélagsins. Boðskapur Biblíunnar á erindi við alla aldurshópa, unga sem aldna. Félagið þakkar einnig leikskólastjóranum Maríu Sighvatsdóttur og Ólöfu Jónsdóttur fyrir alla aðstoð við úrvinnslu verkefnisins.
- Janúar- Fyrsta Mósebók 1.1-2.4. Sköpunarsagan Rósa Kristín Einarsdóttir
- Febrúar- Önnur Mósebók 3.1-17 Köllun Móse Ellen Júlíusdóttir
- Mars- Sálmur 139 Augu þín sáu mig Björgvin Már Reynisson
- Apríl Markús kaflar 14.12-25 og 16.1-8 Páskar og upprisa Sigurmundur Gísli Unnarsson
- Maí I Kor 13 Kærleikurinn mestur Matthildur Sóley Eggertsdóttir
- Júní Sálm. 90.1-4, 12-17 Bæn guðsmannsins Móse Sunneva Kristín Guðjónsdóttir
- Júlí- Jesaja 40:1-11 Jerúsalem hughreyst Thelma Kristín Bjartmarsdóttir
- Ágúst- Postulasagan 2:1-13 Gjöf heilags anda Gabríel Ólafsson Long
- September- Matteus 5: 1-11 Sæluboð fjallræðunnar Ásta Dísa Hlynsdóttir
- Október – Lúkas 10: 25-37 Miskunnsami Samverjinn Jónas Fjölnisson
- Nóvember – Jesaja 9: 1-6 Friðarhöfðinginn Jakob Magnússon
- Desember- Lúkas 2: 1-20 Fæðing Jesú Eva Karítas Bóasdóttir
Hægt að skoða myndir hér.