Tökum þátt í Holtavegsdeginum!

Við munum taka til, þrífa, laga og mála í félagshúsinu okkar og í kringum það.

Fjölbreytt verkefni í boði fyrir allan aldur og ólíka hæfileika.
Byrjum kl. 10, boðið upp á hádegisverð kl. 13 og ráðgert að vera lokið kl. 16.

24 skilgreind verkefni hanga uppi á vegg ásamt myndum. En velkomið er að bæta við fleiri verkum. Á meðal verkefna eru þrif á stólum, hreinsa rakaskemmdir, mála salinn, laga sumarbúðageymslu, taka til að snyrta fyrir utan húsið, skipta um ljósaperur, laga gluggakrækjur, þrífa eldhúsið og ofninn, laga útidyrahurðir o.s.frv.

 

11150523_10153174294265138_6938816060319950631_nAllir meira en velkomnir!