Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um að vera breytingafulltrúar.

Nafn viðburðar:  Breytingafulltrúi
Skipuleggjandi: Heimssamband KFUM
Dagsetning: 2015-2017
Aldurstakmörk: 18-30 ára

Nánari upplýsingar:

Nú er hafin þjálfun á annari umferð svokallaðra Breytingafulltrúa (e. Change Agents) innan raða heimssambands KFUM, World YMCA. Ísland á tvö sæti í verkefninu. Um er að ræða 24 mánaða langt verkefni sem felur í sér þjálfun í gegnum internetið og ferðir til að taka þátt í þremur leiðtogaþjálfunum erlendis. Minniháttar ferðakostnaður gæti lagst á þátttakendur, en KFUM og KFUK á Íslandi styrkir sína þátttakendur til verkefnisins, auk þess sem alls kyns erlendir styrkir greiða niður þátttöku.
Skilyrði! Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 18-30 ára, hafa tekið þátt í starfi KFUM og KFUK á Íslandi á einhvern hátt í að minnsta kosti 2 ár, búa yfir góðri enskukunnáttu og vera tilbúin að skuldbinda sig í verkefnið í 18 mánuði. Þar að auki þurfa þátttakendur að skuldbinda sig til áframhaldandi starfs innan KFUM og KFUK á Íslandi eftir útskrift sem Breytingafulltrúar.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnið nánar geta haft samband við Tinnu Rós Steinsdóttur úr alþjóðaráði KFUM og KFUK á Íslandi (tinnarosst(hjá)gmail.com) eða Daníel Bergmann, útskrifaðan Breytingafulltrúa (karlsvagninn(hjá)gmail.com).

 

Umsóknarfrestur: 20. apríl 2014.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Tinnu Rós með tölvupósti á tinnarosst(hjá)gmail.com

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]