Félagsfólk er boðið velkomið á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi sem haldinn verður laugardaginn 11. apríl 2015 í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 10:30 en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn verða afhent. Þeir sem ekki hafa greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að gera það við innganginn. Formleg dagskrá hefst síðan kl. 11:00 og stendur til kl. 15:00. Hana má sjá hér að neðan.

Dagskrá:
10:30 Kjörgögn afhent – heitt á könnunni.
11:00 Ávarp formanns og setning aðalfundar: Auður Pálsdóttir.
Hugvekja og bæn: Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
11:30 Aðalfundarstörf.
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Starfsskýrsla stjórnar.
c) Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar.
d) Fjárhags- og starfsáætlun.
e) Stjórnarkjör.
f) Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnir umræður frá Landsþingi unga fólksins.
g) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
h) Ákvörðun árgjalds.
i) Önnur mál.

Boðið verður upp á veitingar meðan á fundi stendur.
Áætlað er að fundinum verði lokið fyrir kl. 15:00.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest á aðalfundi KFUM og KFUK á Íslandi.