Nú um helgina lauk deildarstarfi KFUM og KFUK formlega með vorferð í Vatnaskóg og á Hólavatn. 160 manns fóru í ferðirnar, börn á aldrinum 9-12 ára, leiðtogar og foreldrar ásamt starfsfólki æskulýðssviðs. Veturinn hefur verið ánægjulegur og hafa leiðtogar stýrt góðu starfi víðsvegar um landið í hverri viku með metnaðarfullri og spennandi dagsskrá og fræðslu sem boðar kærleika Guðs.

Í Vatnaskóg fóru deildir af höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði og Njarðvík en á Hólavatn fóru börn frá Akureyri.

Yfirskrift mótsins var: Ég er eins og ég er og var það rauði þráðurinn í allri dagskrá.

Starfsfólk KFUM og KFUK er þakklátt fyrir veturinn og öll þau börn sem sótt hafa starfið sem og leiðtogana sem gefa af tíma sínum í þetta dýrmæta starf.

Hægt að skoða myndir frá ferðunum hér.