KFUM og KFUK guðsþjónusta í Lindakirkju 22. mars

skrifaði|2015-03-19T11:20:20+00:0019. mars 2015|

Sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 verður guðsþjónusta í Lindakirkju í Kópavogi tileinkuð starfi KFUM og KFUK. Hljómsveitin Sálmari mun annast tónlist. Félagsfólk og þátttakendur í yngri deildum KFUM og KFUK í Lindakirkju munu taka þátt í guðsþjónustunni. Kynning verður á starfi félagsins. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

Félagsfólk KFUM og KFUK er hvatt til að fjölmenna.