Árlegt brennómót KFUM og KFUK verður haldið á morgun laugardaginn 7. mars. Þar gefst öllum börnum úr yngri deildarstarfi félagsins kostur á að spreyta sig. Fjölskyldur eru velkomnar með og verður ýmislegt að gera meðan á mótinu stendur. Léttar veitingar verða í boði.