Námskeiðið Verndum þau verður á Holtavegi 28 næstkomandi þriðjudag, þann 17. febrúar frá 17-20.  Skráning og upplýsingar er hægt að nálgast hjá Æskulýðsvettvanginum með því að senda póst á ragnheidur@aeskulyðdsvettvangurinn.is og í s. 568 2929.Verndum þau forsíða

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum  og gerir KFUM og KFUK  kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan félagsins sæki námskeiðið.