Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um Hausteam, árslangt sjálfboðaliðastarf í Þýskalandi. Starfið fer fram í München, Þýskalandi og er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 22 ára. Helsta markmið þeirra er að styrkja samband þáttakenda við Guð og hjálpa þeim að kynnast hæfileikum sínum og styrkleikum.

Nafn viðburðar: Hausteam
Skipuleggjandi: CVJM München (KFUM og K, Munchen)
Dagsetning: Ágúst 2016 – ágúst 2017
Staðsetning: Munchen, Þýskalandi
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: Kaup flugmiða
Aldurstakmörk: 18 – 22 ára

ATH! Umsóknafrestur er til 1. mars.


Nánari upplýsingar:

KFUM og K í München hefur á hverju ári sjálfboðaliða í starfi hjá sér til þess að sjá um störf innan félagsins, sem er ansi stórt, hópurinn er kallaður Hausteam. Félagið á hótel, 2 félagsmiðstöðvar og er með alls konar deildarstarf, venjulegt (eins og á Íslandi), kaffihús rekið af unglingum (14 – 18), föstudagsveitingahús, íþróttir, ungt-fullorðið fólk og svo mætti lengi lengi telja. Mánudagskvöld eru alltaf upptekin fyrir félagið hjá öllum innan KFUM og K í München, þá eru stundum guðþjónustur fyrir alla í einu, stundum hittist bara starfssviðin hvert fyrir sig, stundum minni hópar.
Hausteam er með pláss fyrir allt að 20 manns, fyrir sjálfboðaliða sem vilja helga árið Guði, kynnast honum betur, þjóna honum og svo framvegis. Hausteam leiðtogarnir hjálpa hverjum og einum við það sem einstaklingurinn þarf hjálp við. Hver sjálfboðaliði fær úthlutaðan Mentor og er passað upp á það að alþjóðlegir sjálfboðaliðar fái Mentor sem talar ensku.

Þátttakandi þarf að hafa grunnkunnáttu í þýsku, eða tök á því að fara á þýskunámskeið og ná upp A2 kunnáttu í tungumálinu.

Þátttakandi þarf að borga flug sjálfur, en KFUM og K í München sjá um gistingu, vinnu, sjúkratryggingar, þýskunámskeið o.þ.h. Þátttakandi fær mánaðarlegan vasapening og verður að taka sér 28 daga í frí yfir tímabilið.


Hér er hægt að lesa um reynslu Dagrúnar Lindu sem tók þátt 2014 – 2015.


Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

 

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Dagrúnu Lindu með tölvupósti á dagrun1992@gmail.com.

 

[form utlond]