Árshátíð Vindáshlíðar 8.febrúar

skrifaði|2015-02-06T13:24:48+00:006. febrúar 2015|

Næstkomandi sunnudag, 8. febrúar, verður árshátíð Vindáshlíðar haldin klukkan 13:00-15:00 í húsi KFUM og KFUK í Reykjavík að Holtavegi 28. Verð á árshátíðina er 500 kr.

Árshátíðin er fyrir stelpur sem hafa komið í Vindáshlíð og þær sem langar til að fara í Vindáshlíð.

Að venju verður mikið fjör, foringjarnir frá síðasta sumri sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvarnir sungnir og boðið verður upp á veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2015.

2