Fyrsti AD KFUK fundurinn er í kvöld kl. 20:00 á Holtavegi 28. Með efni er hún Laura Scheving Thorsteinsson sem hún kallar: Njótum nútíðar í trausti á Guði – kynning á kristilegri gjörhygli (núvitund, e. mindfullness). Eftir fundinn verður boðið upp á veitingar.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar að koma og hlusta á spennandi efni á nýju ári.