Þessa viku eru leiðtogar, sem stýra barna- og unglinastarfi félagsins, að hittast til skrafs og ráðagerðar. Það er að mörgu sem þarf að huga fyrir vorönnina. Það verður því gaman að fylgjast með þessu flotta unga fólki á vettvangi í fjölbreyttu og skemmtilegu æskulýðsstarfi víðs vegar um landið. Í starfinu er lögð áhersla á að allir njóti sín og fái þau skilaboð að þeir séu dýrmæt sköpun Guðs með hæfileika og gáfur. Við hvetjum þig til að skoða hvaða starf er í boði hér á síðunni undir barna- og unglingastarf. Hjálpumst að við segja öðrum frá starfinu.