IMG_0046

Dagana 6. til 8. febrúar n.k. verður fjölskylduflokkur í Vatnaskógi, með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá.


Boðið er uppá afslappaða og uppbyggilega dagskrá, og kapp er lagt á að allir njóti sín og þess að vera í Vatnaskógi á eigin forsendum í bland við fjöruga dagskrá.

Að öllu jöfnu verður gert er ráð fyrir að gist verði í Birkiskála og hver fjölskylda hafi sér herbergi. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.
Verð er kr. 8.900 fyrir manneskju, frítt er fyrir börn á aldrinum 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er kr. 29.900.

Skráning er hafin í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í síma 588-8899. Einnig hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á: skrifstofa@kfum.is

Upplýsingar:
Vert er að vera vel búin/n til að njóta dvalarinnar sem best. Oft er mjög fallegt í Vatnaskógi á veturna, en allra veðra er von á þessum árstíma. Rétt er að hafa búnað til útiveru s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt, föt til skiptanna, húfu, stuttbuxur, sundföt (fyrir þá sem vilja fara í heita potta) og íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem hver og einn telur nauðsynlegt. Einnig þarf að vera með svefnpoka eða sæng (og rúmföt og lak).

Mæting í Vatnaskóg er milli kl. 18:00 og 19:00 á föstudeginum og dagskráin hefst formlega með kvöldverði kl. 19.00.

Fjölskylduflokkur er tilvalinn fyrir fjölskyldur, stórar sem smáar, til að:
– njóta þess að vera saman
– fara í gönguferðir í fallegu umhverfi
– leika sér í íþróttum og leikjum
– vera með á Skógarmannakvöldvökum
– taka þátt í fræðslustundum
– skapa í listasmiðjunni