10850045_10204598488995002_1718320953248124068_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er um að gera að koma á aðventufund KFUM og KFUK sem verður fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20 í félagshúsi okkar Holtavegi 28.
Jóhann Helgason mun flytja lög af nýjum diski við ljóð sr. Friðriks. Karlakór KFUM kemur fram. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hefur hugvekju. Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK hefur upphafsorð og bæn. Tómas Torfason stjórnar fundinum og Bjarni Gunnarsson verður við hljóðfærið. Kaffi og tilheyrandi eftir fundinn. Verið velkomin.