Fundur í Aðaldeild KFUM og KFUK: Heimsókn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar

skrifaði|2014-11-12T15:49:39+00:0012. nóvember 2014|

Sameiginlegur fundur Aðaldeilda KFUM og KFUK fimmtudaginn 13. nóvember verður í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Nýtt glæsilegt húsnæði skólans verður skoðað og starfsemin kynnt. Umsjón hefur Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Lokaorð hefur Ingi Bogi Bogason. Fundurinn er bæði fyrir karla og konur. ATH. mæting í skólann sem er strax við annað hringtorg í Mosfellsbæ, skammt frá bensínstöð Olís.