Laugardaginn 29. nóvember verður Basar KFUK haldin í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Húsið er opið frá kl. 14:00-17:00.

Á basarnum má finna frábærar handunnar vörur og heimagerðar kökur! Sparaðu þér sporin og komdu á Basar KFUK og kláraðu jólabaksturinn og jólagjafakaupin í einni ferð! Kaffihúsið verður til staðar eins og fyrri ár þannig hægt verður að kaupa sér nýbakaðar vöfflur, kaffi og kakó.

Við viljum hvetja karla jafnt sem konur að taka þátt og leggja fram gjafir á basarinn, til að mynda væru útskornir munir velþegnir. Tekið er við gjöfum á basarinn í húsi KFUM og KFUK í vikunni á undan (24.-28.nóv. kl. 9-17) og á föstudeginum 28.nóv. til kl. 21.

Allur ágóði af basarnum rennur til starfs KFUM og KFUK.

Allir hjartanlega velkomnir!