talent_frettamynd

 

 

 

 

 

 

 

 

KFUM og KFUK stóð fyrir sinni árlegu hæfileikasýningu, KFUM og KFUK got talent, í gær. Börn úr starfi félagsins á aldrinum 9 – 12 ára stigu á stokk og sýndu hvað í þeim býr með frábærum atriðum. Hæfileikasýningin tókst með afbrigðum vel og var gaman að fylgjast með börnunum sýna töfrabrögð, syngja, dansa eða spila á hljóðfæri. Það þarf mikinn kjark til að koma fram og stóðu þátttakendur sig vel, enda fullur salur af áhugsömum gestum, foreldrum, ömmum og öfum, systkinum og vinum að fylgjast með og hvetja. Myndir er hægt að skoða hér.KFUM og KFUK leggur áherslu á að allir séu jafn dýrmæt sköpun Guðs og að öll höfum við hæfileika, það sáum við svo sannarlega í gær. Leiðtogar úr barna- og unglingastarfi félagsins sáu um að allt gengi upp og gengu í öll verk ásamt Heiðari Erni Pollapönkara sem stýrði sýningunni með sóma og stóð fyrir fjöldasöng.