Næstkomandi miðvikudag, þann 5. nóvember, verður hæfileikasýningin KFUM og KFUK got Talent haldin. Sýningin er haldin fyrir öll börn í yngri deildar starfi félagsins. Þar gefst þeim kostur á að láta ljós sitt skína og leyfa örðum að njóta hæfileika sinna.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Sýningin er frá 18 – 20 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Pizza og drykkur verður selt á 300 kr.