Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um námskeið um fjölþjóðlegt (e. international) æskulýðsstarf sem haldið verður á Englandi í febrúar.

Nafn viðburðar:  Appetiser: An introduction on how to use the Erasmus+ Youth in Action programme for international youth work.

Skipuleggjandi: Evrópa unga fólksins
Dagsetning1.-5. febrúar 2015
StaðsetningManchester, Englandi.
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 10% af ferðakostnaði + 10.000 kr. umsýslugjald.
Aldurstakmörk: 18 ára og eldri

Umsóknarfrestur: 10. nóvember 2014.

Nánari upplýsingar:

Námskeiðið er ætlað fyrir leiðtoga sem hafa litla sem enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi og vilja auka þekkingu sína á því sviði. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýsstarfi svo þeir séu vel í stakk búnir til að skipuleggja slík fjölþjóðleg verkefni með eigin ungmennahópum.

Námskeiðið fer fram á ensku. Þátttakendur verða 30 talsins og koma víðs vegar að úr Evrópu. Þátttökugjald er 10% af ferðakostnaði ásamt 10.000 kr. umsýslugjaldi til KFUM og KFUK á Íslandi. Innifalið í því er ferðakostnaður, gisting og fæði.

Hér má lesa nánar um námskeiðið: https://www.salto-youth.net/tools/european-training-calendar/training/appetiser-an-introduction-on-how-to-use-the-erasmus-youth-in-action-programme-for-international-youth-work.4492/

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.

Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Önnu Elísu með tölvupósti á annae89(hjá)gmail.com

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]