Jól í skókassa bæklingurinn tilbúinn til dreifingar

skrifaði|2014-10-08T14:41:17+00:006. október 2014|

JSKNú er hægt að nálgast bæklinginn: Jól í skókassa í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Það má endilega koma og sækja eintök til að dreifa til annarra.

 

Bæklingurinn aðstoðar fólk við að svara almennum spurningum um verkefnið Jól í skókassa.
Hvað er Jól í skókassa?
Hvernig eigi að ganga frá skókössunum?
Hvaða gjafir eiga að vera í skókössunum?
Hvað má EKKI fara í skókassana?
Hvert eigi að skila skókössunum?

Við viljum minna á að það er mánuður í síðasta móttökudag verkefnisins, laugardagurinn 15.nóvember kl. 11-16.