24 STUNDIR

Leiðtoganámskeiðið 24 stundir fer fram dagana 17.-18. október n.k. og verður að þessu sinni haldið í Kaldárseli. Námskeiðið er tvískipt og er annars vegar boðið upp á fræðslu fyrir ungleiðtoga 15-17 ára og nýliða í hópi leiðtoga, og hins vegar fræðslu fyrir leiðtoga og forstöðufólk 18 ára og eldra. Námskeiðið er mikilvægur þáttur í þjálfun leiðtoga og eru allir leiðtogar hvattir til að sækja námskeiðið en ekkert námskeiðsgjald er fyrir þá sem taka virkan þátt í deildarstarfi KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar má fá hjá æskulýðsfulltrúum félagsins en skráning fer fram inn á http:sumarfjor.is.