AD KFUM fundirnir hefjast fimmtudaginn 2. október með því að fara í ferð í Vatnaskóg. Farið er frá Holtavegi kl. 18:30. Staðarskoðun og kvöldverður verða í boði. Um efni sér Tómas Torfason nýr framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Með hugvekju er Henning Emil Magnússon. Verð er kr. 4.000. og skrá þarf í ferðina fyrirfram hér. Einnig er hægt að hringja í s. 588 8899 eða senda póst á skrifstofa@kfum.is.
Allir karlar velkomnir!