Mannréttindaráð KFUM og KFUK auglýsir eftir fólki sem er tilbúið að starfa í mannréttindaráði KFUM og KFUK á komandi starfsári. Við leitum að áhugasömu fólki sem vill taka þátt í skipulagi og stefnumótun ráðsins og hvetjum leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins til að sækja um.

KFUM og KFUK er hluti af heimssamböndum KFUM og KFUK þar sem mikil áhersla er lögð á almenn mannréttindi. Í heimssamband KFUK er sérstök áhersla á kvennréttindi og veldeflingu kvenna. Hægt er skoða betur verkefni á vegum heimssambands KFUK á http://www.worldywca.org/. Við hvetjum því karla jafnt sem konur til að sækja um.

Skilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla:

  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
  • Umsækjandi þarf að vera áhugasamur og samviskusamur.
  • Umsækjandi þarf að hafa góð tök á ensku.
  • Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að taka þátt í reglulegu fundarhaldi og samskiptum á veraldarvefnum.
  • Umsækjandi þarf að vera viljugur að taka að sér verkefni á vegum ráðsins.

Í dag sitja tveir aðilar í mannréttindaráði og vegna aukinna umsvifa viljum við gjarnan bæta fleirum í hópinn. Ráðið vinnur í nánu samstarfi við alþjóðaráð KFUM og KFUK.

ATH! Umsónarfrestur rennur út miðvikudaginn 1. október 2014.

Mannréttindaráð mun fara yfir umsóknirnar og velja úr í samráði við alþjóðaráð KFUM og KFUK. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi orðið fyrir valinu eða ekki.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að hafa samband við Hildi með tölvupósti á hbg18(hjá)hi.is.

Umsókn um setu í mannréttindaráði KFUM og KFUK á Íslandi

[form mannrettindarad]