Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan ÆV sæki námskeiðið.
Næstu námskeið verða haldin:
3. sept. á Ísafirði kl. 17.30 – 20.30 í sal menntaskólans á Ísafirði, Torfanesi.
9. sept. á Selfossi kl. 17.30 – 20.30 í Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.
11. sept. á Akureyri kl. 16.00 – 19.00 í félagsheimili KFUM og KFUK, Sunnuhlíð 12.
16. sept. í Reykjavík kl. 17.30 – 20.30 í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 RVK.
16. okt. í Reykjavík kl. 17.30 – 20.30 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, 110 RVK.
Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir M.Sc. í sálfræði, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.
Á námskeiðinu er farið yfir:
- Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
- Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
- Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.
- Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.
- Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga
- Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis
Skráning og upplýsingar eru í síma 568 – 2929 eða hjá ragnheidur@aeskulydsvettvangurinn.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang og starfsvettvangur (aðildarfélag ÆV). Náist ekki 12 manna skráning fellur námskeiðið niður. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Hægt er að festa kaup á bókinni Verndum þau á 2.500kr.
Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!