Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi leitar að fólki til að sitja í fjármálaráði félagsins. Fjármálaráð er hugsað sem stuðningshópur fyrir gjaldkera stjórnar og fjármálastjóra félagsins.

Leitað er eftir fólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu af fjármálum. Ekki er skilyrði að um sé að ræða félagsfólk. Um er að ræða sjálfboðavinnu og gert er ráð fyrir að hópurinn hittist 2-3 á ári og vinni hugsanlega einhverja undirbúningsvinnu milli funda. Tekið skal fram að ekki er um að ræða neina vinnu tengda fjáröflunum.

Ef þú hefur áhuga eða veist um einhvern sem hefði áhuga á að styðja félagið með þátttöku í slíkri vinnu, vinsamlegast hafið samband við Svein Valdimarsson gjaldkera stjórnar félagsins, í tölvupósti: sudurgardur1@simnet.is eða í síma s. 858-6074.