Kyrrðarganga upp Skólavörðustíg, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:10.

 Þann 27. ágúst 1897 kom Séra Friðrik heim frá Danmörku. Við upphaf göngunnar verða lesnar minningar hans um gönguna frá skipi að heimili móður hans við Skólavörðustíg. Hann lýsir tilfinningum sínum og hugrenningum –kominn heim til Íslands, einbeittur að vinna sitt lífsverk.

 Kyrrðargangan næsta miðvikudag, 27. ágúst, hefst neðri enda Skólavörðustígs og verður gengið að Hallgrímskirkju. Þar verður helgistund sem sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson leiðir.

 Gangan er öllum opin.

Vinsamlegast,
Vinir Friðrikskapellu